Hálfáttræður Grikki var í dag handtekinn eftir að hann játaði að hafa myrt eiginkonu sína, höggvið hana niður og losað sig við líkið í sjö ruslapoka fyrir ellefu árum. Hann segir þó andlát hennar hafa verið slys í kjölfar rifrildis.
Þremur árum eftir lát konunnar tilkynnti maðurinn að kona hans hefði horfið, lögregla yfirheyrði hann vegna málsins reglulega. Við yfirheyrslur nú komust lögreglumenn að þvi að ósamræmis gætti í frásögn mannsins var hann handtekinn í kjölfarið, kom þá loks að því að hann játaði, ellefu árum eftir lát konunnar.
Lögfræðingur mannsins segir þann grunaða ekki hafa getað lifað með sektarkenndinni lengur og því hafi hann játað, en að hann vilji ekki vera sakaður um morð. Heldur maðurinn því fram að konan hafi fallið í kjölfar heiftarlegs rifrildis og látist af áverkunum.