Í fangelsi fyrir kökukast

Kristin Halvorsen (t.v.), fjármálaráðherra Noregs, sést hér á góðri stundu …
Kristin Halvorsen (t.v.), fjármálaráðherra Noregs, sést hér á góðri stundu ásamt Jens Stoltenberg forsætisráðherra og Aslaug Haga, leiðtoga Miðflokksins. Reuters

Norðmaður­inn John Waaga­ard neyðist til að afplána 30 daga fang­elsis­vist, en dóm­ur yfir hon­um var staðfest­ur í hæsta­rétti í dag. Glæp­ur­inn sem Waagard framdi var að kasta köku í and­lit stjórn­mála­kon­unn­ar Krist­ín­ar Hal­vor­sen, á fyrsta starfs­degi henn­ar í embætti sem fjár­málaráðherra Norðmanna. Vefsíða Af­ten­posten seg­ir frá þessu.

Rík­is­sak­sókn­ar­inn Ma­rit Bakk­evig krafðist fang­elsis­vist­ar yfir Waagard og sagði glæp­inn al­var­leg­an þar sem kak­an hefði klínst í hár og föt, á op­in­ber­um vett­vangi og að hún hafi síðan verið höfð að spotti í fjöl­miðlum í kjöl­farið. Skaðinn liggi því ekki ein­ung­is í kökukast­inu sjálfu, held­ur af­leiðing­um og kring­um­stæðum.

Waagard er hins veg­ar afar ósátt­ur við að þurfa að dúsa í fang­elsi og seg­ir dóm­inn vera „sa­d­isma á háu stigi”.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert