Í fangelsi fyrir kökukast

Kristin Halvorsen (t.v.), fjármálaráðherra Noregs, sést hér á góðri stundu …
Kristin Halvorsen (t.v.), fjármálaráðherra Noregs, sést hér á góðri stundu ásamt Jens Stoltenberg forsætisráðherra og Aslaug Haga, leiðtoga Miðflokksins. Reuters

Norðmaðurinn John Waagaard neyðist til að afplána 30 daga fangelsisvist, en dómur yfir honum var staðfestur í hæstarétti í dag. Glæpurinn sem Waagard framdi var að kasta köku í andlit stjórnmálakonunnar Kristínar Halvorsen, á fyrsta starfsdegi hennar í embætti sem fjármálaráðherra Norðmanna. Vefsíða Aftenposten segir frá þessu.

Ríkissaksóknarinn Marit Bakkevig krafðist fangelsisvistar yfir Waagard og sagði glæpinn alvarlegan þar sem kakan hefði klínst í hár og föt, á opinberum vettvangi og að hún hafi síðan verið höfð að spotti í fjölmiðlum í kjölfarið. Skaðinn liggi því ekki einungis í kökukastinu sjálfu, heldur afleiðingum og kringumstæðum.

Waagard er hins vegar afar ósáttur við að þurfa að dúsa í fangelsi og segir dóminn vera „sadisma á háu stigi”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert