Ellefu ára drengur fannst látinn á trampólíni fjölskyldunnar í bænum Lena sem er tæpa hundrað km norðan við Ósló í Noregi. Að sögn Aftenposten telur lögreglan mestar líkur á að hann hafi flækst í öryggisneti sem umlykur trampólínið og kyrkst.
Að sögn Aftenposten er þetta sú skýring sem læknir sem rannsakaði drenginn á slysstað hefur gefið lögreglunni. Óhappið varð um fimmleytið í dag, það var fjölskyldumeðlimur sem kom fann drenginn látinn.
Lögreglan yfirheyrir nú vitni og rannsakar málið.