Íbúðarhúsnæði í London það dýrasta í heimi

Í London.
Í London. Reuters

Íbúðarhúsnæði í London er það dýrasta í heimi, og slær út Mónakó, New York, Hong Kong og Tókýó, samkvæmt könnun sem birt var í dag. Meðalverð á fermetranum í London er rúmlega 3,2 milljónir samkvæmt „Wealth Report 2007,“ en næst-hæst er meðalverðið í Mónakó, 3,045 milljónir. Í skýrslunni segir að einstaklingar sem eiga mikla hreina eign hækki mikið verðið á dýrasta húsnæðinu.

Höfundur könnunarinnar er Liam Bailey hjá bresku fasteignasölunni Knight Frank. Hann segir að mikil hækkun fasteignaverðs í miðborg London, samanborið við „yfirvegaðra ástand“ á markaðinum yfirleitt sýni hversu mikil áhrif stóreignamenn (eða „high net worth individuals“) hafi á fasteignaverð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert