Fulltrúar 20 eyja- og smáríkja í Kyrrahafi funduðu í dag og í gær í Washington þar sem þeir ræddu loftslagsbreytingar og önnur mál sem snúa að þeirra heimshluta. Áheyrnarfulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópubandalaginu og öðrum löndum voru einnig viðstaddir. Eyjaskeggjar í Kyrrahafi halda sína fundi á þriggja ára fresti og hafa til þessa haldið fundina á Hawaii en í ár var brugðið út af þeirri venju.
Tólf eyjanna eða eyjaklasanna eru sjálfstæð ríki og eiga aðild að í Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna.
Hækkun yfirborðs sjávar er stórt mál fyrir mörg þessara eyríkja og því skiptir hlýnun lofthjúps jarðarinnar þau miklu máli.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice opnaði þingið og hvatti Kyrrahafsríkin til að andmæla stjórn hersins á Fiji.