Minni uppskera af kókaplöntum

Kókaplöntuframleiðandi skoðar uppskeruna.
Kókaplöntuframleiðandi skoðar uppskeruna. Reuters

Í Kólumbíu hefur kókaplönturækt samkvæmt rannsókn Sameinuðu Þjóðanna minnkað um nærri því tíu prósent á einu ári. Kókaplöntur eru hráefnið í framleiðslu kókaíns og hafa aðgerðir bandarískra og kólumbískra yfirvalda borið þennan árangur.

Bandarískum yfirvöldum reiknast til að í Kólumbíu séu nú um 780 ferkílómetrar nýttir í kókaplönturækt en í fyrra var matið 860 ferkílómetrar.

Í fyrra notaði fíkniefnalögregla Kólumbíu flugvélar til að eitra fyrir kókauppskerum og valmúa sem notaður er við ópíumframleiðslu og veittu bandarísk yfirvöld aðstoð við framkvæmdina.

Bandaríkjastjórn hefur eytt um fjórum milljörðum bandaríkjadala í Kólumbíu á undanförnum sex árum til að berjast gegn eiturlyfjaframleiðslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert