Evrópusambandið hefur gefist upp á að fá Breta til að leggja niður mælieiningar gamla heimsveldisins og taka upp metrakerfið. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að undanþága væri veitt um ókomna framtíð. Þessu fagnaði bretinn Neil Herron hjá Samtökum Píslarvotta Metrakerfisins ( Metric Martyrs Group) og sagðist hafa bjargað „pint" af öli..
Bretar geta nú óáreittir notað pint, únsur og pund jafnhliða metrakerfinu en undanþága framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem gilti til loka 2009 hefur nú verið framlengd um alla framtíð.