Dick Cheney í óvænta heimsókn til Íraks

David Petraeus, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, tekur á móti …
David Petraeus, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, tekur á móti Cheney á flugvellinum í Bagdad í morgun. POOL

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Bagdad í dag og mun hann funda með Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, auk annarra háttsettra íraskra leiðtoga.

Heimsóknin er fyrsti liður í ferðalagi varaforsetans um Miðausturlönd. Cheney mun m.a. heimsækja Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabíu, Egyptaland og Jórdaníu í þeim tilgangi að fá súnní-múslíma í nágrannaríkjum Íraks að styðja aðgerðir Bandaríkjahers gegn uppreisnarmönnum í Írak, en aðgerðirnar hófust fyrir fjórum mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert