Evrópskir fjármálaráðherrar gagnrýna Sarkozy

Nicolas Sarkozy (miðju) skokkar í sveitum Möltu lýsa fjármálaráðherrar Evrópu …
Nicolas Sarkozy (miðju) skokkar í sveitum Möltu lýsa fjármálaráðherrar Evrópu yfir áhyggjum sínum af gagnrýni hans á Seðlabanka Evrópu Reuters

Evrópskir fjármálaráðherrar vöruðu í gær nýkjörinn forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, við að grafa undan Seðlabanka Evrópu með yfirlýsingum Sarkozy um að efnahagsvandamál Frakklands megi rekja til bankans.

Í yfirlýsingu fjármálaráðherranna er lögð mikil áhersla á að viðhalda sjálfstæði bankans og vöruðu ráðherrarnir nýkjörna forsetann við því að ekki væri neinn áhugi á því innan stjórn bankans um að bankinn ætti breyta stefnu sinni og einblína meira á að skapa ný störf á sama tíma og hann væri að berjast við verðbólgu. Fjármálaráðherrarnir, sem voru að ljúka tveggja daga fundi í Brussel, höfnuðu líka kröfum Sarkozy um að allar ákvarðanir um vaxtaprósentu bankans ættu að vera gerðar í meiri samræðu við stjórnmálamenn. Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands,sagði í viðtali við The Financial Times í dag, að Seðlabanki Evrópu gæti aldrei verið í taumi stjórnmálamanna.

Hefur gagnrýni Sarkozy áhrif á samband við Merkel ?

Leitt er að því líkum að stöðugar árásir Sarkozy í garð bankans gætu haft áhrif á samband hans við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en hún er þeirrar skoðunar að sjálfstæði bankans sé hornsteinn evrunnnar. Nicolas Sarkozy sem hefur gegnt stöðu fjármálaráðherra Frakklands,lýsti því yfir að þráhyggja Seðlabanka Evrópu um að berjast við verðbólgu sem væri ekki til staðar, hefði ýtt upp vöxtum og gengi evrunnar gagnvart dollaranum og öðrum gjaldmiðlum. Þar með endurspeglaði hann áhyggjur útflytjenda í Frakklandi, líkt og Airbus og Air Liquide sem hafa sagt að þeim væri ýtt út af samkeppni um heimsmarkaðsverð með aðgerðum evrópska Seðlabankans.

Financial Times setur fram þá skýringu að ein af ástæðum fyrir harðorðum yfirlýsingum fjármálaráðherranna sé óttinn við að Sarkozy krefjist breytinga á stofnsamningi bankans í því skyni að bankinn leggi meiri áherslur á hagnað en að styðja við endurvakningu á stjórnskipulegu samkomulagi Evrópusambandsins.

Í viðtali við The Financial Times sagðist Daniel Gros, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar um evrópskt stjórnarfar (Centre for European Policy Studies) búast við því að Sarkozy myndi láta Seðlabanka Evrópu í friði um stund en ef efnahagslífið í Frakklandi tæki ekki kipp í forsetatíð hans, væri bankinn þægileg undankomuleið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert