Lögregla í Noregi og Hollandi hefur leyst upp stóran fíkniefnahring, sem starfaði í báðum löndunum. Samtals hefur lögreglan lagt hald á yfir 110 kíló af amfetamíni í tengslum við máli, að sögn fréttavefjar Aftenposten. Alls hafa 9 manns verið handteknir vegna málsins, þar af þrír í Hollandi.
Blaðið hefur eftir lögreglu í Asker og Bærum að nærri 57 kíló af amfetamíni hafi fundist í bíl í Asker um miðjan mars. Álíka mikið magn fannst síðar í fórum manna í Hollandi og telur lögregla að flytja hafi átt amfetamínið til Noregs. Að auki var lagt hald á önnur fíkniefni í Hollandi.