Líkfundur vekur upp grunsemdir um morð

Lík sem bútað hefur verið niður og sett í stóra ferðatösku fannst um hádegisbilið í dag í skógarrjóðri í grennd við bæinn Alby sunnan við Stokkhólm. Taskan fannst af vegfaranda í grennd við strætisvagnaskýli.

TT fréttastofan hefur heimildir fyrir því að líkið hafi verið bútað niður en lögreglan hefur ekki gefið upp annað en að það hafi strax vaknað grunsemdir um morð vegna þess ástands sem líkami hins látna var í.

Samkvæmt Dagens Nyheter hefur lögreglan ekki gefið upp nánari upplýsingar, hvort um mann eða konu er að ræða eða hvert banameinið kann að hafa verið enda er skammt síðan líkfundurinn varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert