Benedikt XVI páfi fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Mið- og Suður-Ameríku í dag og mun hann ætla að leggja áherslu á afstöðu kaþólsku kirkjunnar gagnvart fóstureyðingum. Í flugvélinni á leiðinni yfir hafið mun hann hafa tekið undir með biskupi sem sagði að þeir kaþólsku stjórnmálamenn í Mexíkó sem hefðu lögleitt fóstureyðingar í höfuðborg landsins hefðu bannfært sjálfa sig.
Páfi hóf förina í Brasilíu þar sem hann mælti harðlega gegn fóstureyðingum í fyrstu ræðunni sem hann flutti þar. Hann mælti hana á portúgölsku en hún var flutt á biskupaþingi og sagðist hann þess fullviss að biskuparnir myndu styrkja virðingu þjóðarinnar fyrir lífi frá fyrstu stund getnaðar