Það hefur valdið talsverðu fjaðrafoki í Frakklandi að Nicolas Sarkozy, nýkjörinn forseti landsins, hafi farið í frí á lystisnekkju sem er í eigu milljarðamærings. Sarkozy hefur gert lítið úr málinu, en hann segir snekkjuna vera í eigu vinar síns og að ferðin hafi ekki komið úr vösum skattgreiðenda.
Mikið hefur verið fjallað um ferð Sarkozys í frönskum fjölmiðlum og hafa margir verið verið afar gagnrýnir á forsetann. Sarkozy segir hinsvegar að franskur almenningur muni sjálfur gera upp hug sinn varðandi ferðina sem hann fór í eftir kosningasigur sinn á sunnudag, en hann sigldi frá eynni Möltu.