Ítalskur leyniþjónustumaður dæmdur í tíu ára fangelsi

Æðsti áfrýj­un­ar­dóm­stóll á Ítal­íu staðfesti í dag tíu ára fang­els­is­dóm sem fyrr­um yf­ir­maður leyniþjón­ustu lands­ins hafði hlotið fyr­ir sam­krull við mafíuna á Sikiley. Bruno Contrada er 77 ára og var hand­tek­inn 1992 eft­ir að hafa verið nefnd­ur af fjöl­mörg­um upp­ljóstr­ur­um mafíunn­ar.

Einn fræg­asti upp­ljóstr­ari mafíunn­ar, Tomma­so Buscetta átti þátt í þessu máli en hann var lyk­il­vitni í stærsta máli sem flutt var gegn mafíunni 1984.

Buscetta sem lést 2000, hafði sakað Contrada um tengsl við fræga guðföður mafíunn­ar, Tota Ri­ina.

Contrada hef­ur ávalt haldið fram sak­leysi sínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert