Ítalskur leyniþjónustumaður dæmdur í tíu ára fangelsi

Æðsti áfrýjunardómstóll á Ítalíu staðfesti í dag tíu ára fangelsisdóm sem fyrrum yfirmaður leyniþjónustu landsins hafði hlotið fyrir samkrull við mafíuna á Sikiley. Bruno Contrada er 77 ára og var handtekinn 1992 eftir að hafa verið nefndur af fjölmörgum uppljóstrurum mafíunnar.

Einn frægasti uppljóstrari mafíunnar, Tommaso Buscetta átti þátt í þessu máli en hann var lykilvitni í stærsta máli sem flutt var gegn mafíunni 1984.

Buscetta sem lést 2000, hafði sakað Contrada um tengsl við fræga guðföður mafíunnar, Tota Riina.

Contrada hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert