Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla greina frá því í dag hvenær hann hyggst láta af embætti eftir 10 ára valdasetu. Í upphafi var sigri Blairs fagnað sem nýjum tíma í Bretlandi en Íraksstríðið hefur varpað skugga á valdasetu forsætisráðherrans.
Blair, sem er helsti stuðningsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í Írak, lætur af störfum eftir að hafa glatað trausti breskra kjósenda fyrir að senda breska hermenn til þess að taka þátt í Íraksstríðinu sem hófst í mars 2003.
Uppreisn varð í Verkamannaflokki Blairs í september í fyrra sem neyddi Blair til þess að segja af sér innan árs og hleypa Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, að.
Fréttaskýrendur segja hinsvegar að Blair verði minnst fyrir að hafa hjálpað við að koma á friði í Norður-Írlandi eftir áratugalöng átök, fyrir að hafa sigrað í þremur þingkosningum í röð með Verkamannaflokknum og koma flokknum, sem á rætur sínar að rekja til vinstristefnunnar, í miðju breskrar pólitíkur.
Samkvæmt skoðanakönnun sem breska dagblaðið Guardian birti í dag segja 60% breta verða minnst fyrir ýmsar breytingar í landinu, þó ekki allar góðar. Samkvæmt könnuninni segja 44% Breta að Blair hafi unnið gott verk í Bretlandi.