Að minnsta kosti 12 manns létu lífið og yfir 20 særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum, sem framdar voru nálægt brúm í hverfi sjía-múslima í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Sprengjunum hafði verið komið fyrir í bílum við varðstöðvar.
Sprengingarnar urðu skömmu eftir að akstursbanni var aflétt í borginni en slíkt bann hefur að undanförnu verið sett á föstudögum til að koma í veg fyrir slíkar bílasprengingar meðan á föstudagsbænum múslima stendur.