Bandaríska herliðið í Afganistan hefur staðfest að óbreyttir borgar hafi látið lífið í átökum herliðsins í landinu og liðsmanna í Helmand héraði í suðurhluta landsins fyrr í þessari viku. „Staðfest hefur verið að óbreyttir borgarar létu lífið. Enn er hins vegar óljóst hversu margir þeir voru,” segir í yfirlýsingu hersins. Þetta er í þriðja sinn á nokkrum mánuðum sem bandaríska herliðið viðurkennir fall óbreyttra borgara í aðgerðum sem ekki eru gerðar í umboði fjölþjóðaliðs NATO í landinu hermenn. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Héraðsyfirvöld segja að a.m.k. 21 hafi látið lífið í átökunum sem Bandaríkjaher segir hafa brotist út er liðsmenn talibana réðust á afganska stjórnarhermenn og bandaríska sérsveitarmenn á Sangin-svæðinu. Bandaríska herliðið hefur staðferst að um tuttugu óbreyttir borgara hafi slasast í átökunum. Í kjölfarið var loftárás gerð á svæðið og segir Bandaríkjaher smiðsstöð talibana á svæðinu hafa verið eyðilagða í henni. Heimamenn segja loftárásina hins vegar hafa verið gerða á sveitaþorp og að konur og börn hafi látið lífið í henni.
Fréttaskýrendur segja nær ómögulegt að fá áreiðanlegar heimildir um fjölda óbreyttra borgara sem falla í átökum afskekktum héruðum landsins.