Átta dagar eru liðnir frá því þriggja ára stúlkan Madeleine McCann var numin á brott úr hótelherbergi sínu í Praia Da Luz í Portúgal. David Bechkam ætlar að leggja leitinni lið með því að senda frá sér sjónvarpsávarp nú rétt á eftir. Breskur auðmaður hefur heitið einni milljón punda fyrir upplýsingar sem gætu leitt til fundar Madeleine. Foreldrar stúlkunnar lýstu því yfir í morgun að þau myndu ekki gefast upp og þau væru enn vongóðum að finna dóttur sína.
Auðmaðurinn Stephen Winyard er eigandi heilsuræktakeðju í Skotlandi. Hann auglýsti í dagblaðinu The Times að hann myndi gefa eina milljón punda eða 130 milljónir íslenskra króna fyrir allar upplýsingar sem gætu leitt til þess að stúlkan fyndist. Hann er sjálfur þriggja barna faðir og sagði í viðtali við Sky-fréttastofuna ekki geta staðið aðgerðalaus hjá. Annar þriggja barna faðir en mun þekktari,David Beckham, ætlar að leggja senda frá sér sjónvarpstilkynningu nú á eftir þar sem hann mun hvetja alla til að veita einhverjar upplýsingar um stúlkuna.
Leitin er nú orðin alþjóðleg með þátttöku Interpol og samtaka sem tengjast yfirvöldum í Evrópu og víðar og sérhæfa sig í barnaránum og kynferðisafbrotum gegn börnum. Lögreglan í Portúgal hefur ekki enn gefið upp neinar upplýsingar nema þær að leitin sé aftur á byrjunarreit.