Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkir Íraksfrumvarp

00:00
00:00

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í gær laga­frum­varp sem ætlað er að fjár­magna stríðsaðgerðir í Írak til loka júlí. Sam­kvæmt frum­varp­inu yrði frek­ari fjár­mögn­un háð því hvernig mál þró­ast í Írak, en þetta hef­ur ekki verið ná­kvæm­lega skil­greint.

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti seg­ist ætla að beita neit­un­ar­valdi og koma í veg fyr­ir að lög­in verði samþykkt. Hann gaf hins­veg­ar í skyn að það væri mögu­lega hægt að kom­ast að mála­miðlun, en hann sagði að það væri skyn­sam­legt að það fjár­mögn­in­in yrði miðuð við sýni­leg­an ár­ang­ur.

Bush hef­ur þegar beitt laga­frum­varp neit­un­ar­valdi sem ætlað er að fjár­magna brott­flutn­ing banda­rískra her­manna frá Írak.

Laga­frum­varpið var samþykkt í full­trúa­deild­inni, þar sem demó­krat­ar eru í meiri­hluta, með 221 at­kvæði gegn 205.

Þrátt fyr­ir að laga­frum­varpið hafi verið samþykkt í full­trúa­deild­inni eru flest­ir re­públi­kan­ar á móti því. Það er því ólík­legt að frum­varpið verði samþykkt í Öld­unga­deild­inni þar sem meiri­hluti demó­krata er mun minni. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

George W. Bush hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á …
Geor­ge W. Bush hef­ur sagst ætla að beita neit­un­ar­valdi á laga­frum­varpið. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert