Húsið fauk um koll

Húsið hrundi með miklu braki.
Húsið hrundi með miklu braki. AP

Fjögurra hæða hús í Surat á Vestur-Indlandi hrundi í gær. Það hafði tekið að halla ískyggilega kvöldið áður. Búið var að rýma húsið þegar það féll á hliðina og því urðu engin slys á mönnum. Talið er að stóru auglýsingaskiltin á þaki hins 35 ára gamla húss hafi tekið svo mikinn vind að það hafi veikt undirstöður hússins.

AP fréttastofan skýrði frá því að vindur undanfarna daga hafi verið um 5 metrar á sekúndu.

Talið er að húsið hafi ekki borið auglýsingaskiltið.
Talið er að húsið hafi ekki borið auglýsingaskiltið. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert