Lögreglumenn sem skutu brasilískan mann þurfa ekki að svara til saka

Brasilíski rafvirkinn Jean Charles de Menezes, sem lögreglan skaut til …
Brasilíski rafvirkinn Jean Charles de Menezes, sem lögreglan skaut til bana 22. júlí 2005. Reuters

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að ell­efu lög­reglu­menn sem tóku þátt í skotárás á Jean Char­les de Menezes sem skot­in var til bana í London þann 22.júlí á síðasta ári, myndu ekki fá nein­ar áminn­ing­ar vegna máls­ins. Lög­reglu­menn­irn­ir héldu að Menesez væri að und­ir­búa sjálfs­morðsárás þegar þeir skutu hann átta sinn­um. Svo reynd­ist ekki vera. Fjöl­skylda manns­ins seg­ir niður­stöðuna vera sví­v­irðilega.

Lög­reglu­menn­irn­ir voru meðal fimmtán lög­reglu­manna sem tóku þátt í umsátri um íbúð Menezes degi eft­ir mis­heppnaðar sprengju­árás­ir í London. Innra eft­ir­lit lög­regl­unn­ar í London yf­ir­heyrði þá menn sem tóku þátt í að skjóta á hinn 27 ára gamla Menezes. Hann var skot­in átta sinn­um við Stockwell neðanj­arðarlest­ar­stöðina í London. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun hvað verður fjóra yf­ir­lög­regluþjóna sem einnig tóku þátt í umsátr­inu. En lög­reglu­yf­ir­völd lýstu því þó yfir að einn lög­reglumaður myndi fá til­tal um stjórn­un­araðferðir á vett­vangi.

Fjöl­skylda Menezes seg­ir niður­stöðuna vera sví­v­irðilega og enn einn löðrung­ur í and­lit fjöl­skyld­unn­ar. Rétt­inda­sam­tök hafa tekið í sama streng og for­dæmt ákvörðun innra eft­ir­lits lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert