Eftirlíking af Mikka Mús hefur komið fram í vikulegum barnatíma sjónvarpsstöðvar sem Hamas-hreyfingin rekur og þar hefur hann rakkað niður Ísraelsmenn og boðað íslamskan rétttrúnað. Í dag var þættinum sjónvarpað venju samkvæmt þrátt fyrir að palestínskur ráðherra hefði sagt að hætt yrði að sjónvarpa þessu efni.
Fígúran sem líkist mjög Mikka Mús heitir Farfour eða fiðrildi á arabísku og vakti hann heimsathygli fyrir að hvetja börn til vopnaðrar andspyrnu.
Hazem al-Sharawi forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar sagði að barnatíminn væri fræðandi fyrir börn og að haldið yrði áfram að sjónvarpa honum.