Benedikt páfi 16. hefur hvatt unga kaþólikka til þess að láta „snörur hins illa“ ekki láta leiða sig í freistni og stuðla að lífi „frá upphafi þess til náttúrulegs endi“.
Páfi flutti ávarp í viðurvist 40.000 ungra kaþólikka á knattspyrnuleikvangi í Saou Paulo í Brasilíu.
Hann nýtti ræðu sína til þess að styrkja stoðirnar undir hefðbundnar kenningar rómversk-kaþólsku kirkjunnar varðandi fóstureyðingar og kynlíf fyrir hjónaband.
Þetta er í fyrsta sinn sem Benedikt heimsækir Brasilíu, sem er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, frá því hann tók við sem páfi.
Unga fólkið fagnaði páfa sem poppstjörnu er hann kom inn á leikvanginn segir fréttaskýrandi BBC í Sao Paulo.