Ekki rétt hjá Sarkozy

Snekkjan sem Sarkozy dvaldi á.
Snekkjan sem Sarkozy dvaldi á. Reuters

Nicolas Sar­kozy, verðandi for­seti Frakk­lands, er sagður hafa farið með rangt mál er hann sagði, að auðkýf­ing­ur­inn Vincent Boll­ore, sem lánaði hon­um lyst­isnekkju á dög­un­um, hefði ekki átt nein viðskipti við franska ríkið.

Sar­kozy var gagn­rýnd­ur harðlega fyr­ir að hafa notað 60 metra langa snekkju Boll­or­es og að auki að hafa látið einkaþotu auðkýf­ings­ins flytja sig til Möltu. Sagt var, að sam­skipti af þessu tagi væru mjög óheppi­leg og beinn hags­muna­árekst­ur.

Stór­ir samn­ing­ar

Sam­kvæmt op­in­ber­um skjöl­um, sem hægt er að skoða á Net­inu, hef­ur Boll­ore-sam­steyp­an gert samn­inga upp á 40 millj­ón­ir evra, um 3,5 millj­arða króna, á síðustu tveim­ur árum. Hef­ur hún meðal ann­ars gert samn­inga við franska ut­an­rík­is- og varn­ar­málaráðuneytið.

Boll­ore-fyr­ir­tækið, sem var stofnað 1822 og sér­hæfði sig þá í fram­leiðslu papp­írs í bibl­í­ur, velt­ir nú ár­lega um 500 millj­örðum króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert