Ítalar mótmæla réttindum fólks í óvígðri sambúð

Trúðar og blöðrur á fjölskyldumótmælum í Róm.
Trúðar og blöðrur á fjölskyldumótmælum í Róm. Reuters

Þúsundir manna komu saman á torgi í Rómarborg til að mótmæla lagafrumvarpi ítölsku ríkisstjórnarinnar sem myndi færa ógiftum pörum þar á meðal samkynhneigðum töluverð réttindi. Fjölskyldur komu víða að til að mótmæla og myndaðist kjötkveðjuhátíðarstemmning á mótmælunum sem nefnd voru Fjölskyldu Dagur af skipuleggendunum.

Þó að Páfagarður standi ekki á bakvið mótmælin hefur Páfinn ítrekað sent frá sér skýr skilaboð og á ferð sinni um Brasilíu réðist hann í gær gegn þeim menningaröflum sem rífa niður hinn helga hjúskaparsáttmála hjóna og gera grín að skírlífi ógiftra.

Hin umdeildu lög ganga ekki svo langt að leyfa samkynhneigðum að gifta sig eins og gert var á Spáni og í fleiri Evrópulöndum en veitir fólki sem býr saman rétt til sjúkrahúsheimsókna, veita þeim erfðarétt og fleiri réttindi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert