Benedikt XVI páfi kenndi í dag marxisma og óheftum kapítalisma um vandamál Suður-Ameríku og hvatti biskupa til að ala upp nýja kynslóð rómversk-kaþólskra leiðtoga til að auka áhrif kirkjunnar í álfunni.
Fimm daga heimsókn páfa til Brasilíu lauk í kvöld. Í prédikun sagði hann, að löglegar getnaðarvarnir og fóstureyðingar í Suður-Ameríku ógnuðu framtíð fólksins og hefðbundin ímynd kaþólskunnar á svæðinu væri í hættu.