Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Paul McNulty.
Paul McNulty. Reuters

Paul McNulty, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur lagt fram afsagnarbeiðni sína. Þetta gerist á sama tíma og þrýstingur eykst á Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að segja af sér í tengslum við mjög umdeildar uppsagnir á nokkrum ríkissaksóknurum í fyrra.

McNulty, sem er næst æðsti embættismaðurinn í dómsmálaráðuneytinu, segist ætla að hætta í sumar eftir að hafa starfað hjá ráðuneytinu frá því í nóvember 2005.

Demókratar og ríkissaksóknararnir, sem var sagt upp, segja ástæðuna að baki uppsagnanna vera þá að þeir hafi ekki bognað undan pólitískum þrýstingi Bush-stjórnarinnar um að fylgja eftir þeim málum sem repúblikanar myndu njóta góðs af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert