Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Paul McNulty.
Paul McNulty. Reuters

Paul McNulty, aðstoðardóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, hef­ur lagt fram af­sagn­ar­beiðni sína. Þetta ger­ist á sama tíma og þrýst­ing­ur eykst á Al­berto Gonza­les, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, að segja af sér í tengsl­um við mjög um­deild­ar upp­sagn­ir á nokkr­um rík­is­sak­sókn­ur­um í fyrra.

McNulty, sem er næst æðsti emb­ætt­ismaður­inn í dóms­málaráðuneyt­inu, seg­ist ætla að hætta í sum­ar eft­ir að hafa starfað hjá ráðuneyt­inu frá því í nóv­em­ber 2005.

Demó­krat­ar og rík­is­sak­sókn­ar­arn­ir, sem var sagt upp, segja ástæðuna að baki upp­sagn­anna vera þá að þeir hafi ekki bognað und­an póli­tísk­um þrýst­ingi Bush-stjórn­ar­inn­ar um að fylgja eft­ir þeim mál­um sem re­públi­kan­ar myndu njóta góðs af.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert