Hópur í Írak sem hefur al-Qaeda-hryðjuverkanetið að bakhjarli sagðist í gær halda þrem bandarískum hermönnum í gíslingu, eftir að hafa náð þeim á sitt vald í blóðugum átökum á laugardaginn. Þúsundir bandarískra hermenna leita hermannanna þriggja á svæðum uppreisnarmanna suður af Bagdad, að því er fréttastofan AP greinir frá.
Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í Írak í langan tíma, og féllu að minnsta kosti 124, eða fundust látnir.