Portúgalska lögreglan gerði í dag húsleit í húsi sem er skammt frá þeim stað þar sem Madeleine McCann var rænt. Fjölmiðlar segja að lögreglan sé að yfirheyra nokkra aðila í tengslum við málið, þar á meðal breskan mann. Enginn hefur hinsvegar verið handtekinn í kjölfar húsleitarinnar í Praia da Luz.
Fréttaskýrandi BBC segir að húsið sé það fyrsta sem lögreglan girðir af vegna málsins.
Hin fjögur ára gamla Madeleine, sem er bresk, hvarf sporlaust þann 3. maí sl.
Fréttaskýrandi BBC segir húsið, sem lögreglan gerði húsleit, sé í eigu breskrar konu, Jenny Murat, og að Robert sonur hennar sé tíður gestur þar. Lögreglan yfirheyrir nú hann. Robert hefur sagt við blaðamenn að hann hafi aðstoðað lögregluna með því að túlka fyrir hana við rannsókn málsins.
Murat, sem talin er vera 71s árs ekkja, hefur rekið sölubás við sjávarsíðuna í Praia da Luz og hún hefur kallað eftir því að fólk veiti upplýsingar í tengslum við hvarf stúlkunnar.
Fram kemur í portúgölskum fjölmiðlum að lögreglan hafi leitað í húsinu frá því í dögun.
Að minnsta kosti einn maður frá tæknideild lögreglunnar hefur sést á vettvangi.
Dregið hefur verið út leit á svæðinu þar sem Madeleine hvarf. Nú hefur verið lögð áhersla á að kanna hvort mannræninginn hafi farið með stúlkuna úr landi.