Innanríkisráðherra Palestínumanna segir af sér

Eldur logar á æfingasvæði Hamas-samtaknna eftir átök liðsmanna samtakanna og …
Eldur logar á æfingasvæði Hamas-samtaknna eftir átök liðsmanna samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar í morgun. Reuters

Ismail Haniya, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, hefur fallist á afsögn Hani Qawasmi innanríkisráðherra stjórnarinnar í kjölfar þess að átök hafa blossað upp að nýju á milli ólíkra fylkinga Palestínumanna á Gasasvæðinu. Qawasmi, sem er óháður þingmaður á palestínska heimastjórnarþinginu, vildi segja af sér í síðasta mánuði en var þá beðinn um að halda áfram. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Sjö hafa látið lífið í átökum Palestínumanna á Gasasvæðinu á undanförnum tveimur dögum en átökin eru þau hörðustu frá því samkomulag náðist um myndun þjóðastjórnar Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna.

Vopnahléssamkomulag var gert í gær en rofið strax í morgun og segja ónafngreindir samstarfsmenn Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, spennu á milli fylkinganna svo mikla að hugsanlega stefni í stjórnarslit, verði ekki lát á átökunum á allra næstu dögum.

Hani alQawasmi, innanríkisráðherra Palestínumanna.
Hani alQawasmi, innanríkisráðherra Palestínumanna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert