Kennarar settu skotárás á svið í skólaferðalagi

Foreldrar barnanna eru æfareið út í kennarana sem stóðu að …
Foreldrar barnanna eru æfareið út í kennarana sem stóðu að sviðsetningunni, enda ekki langt um liðið síðan háskólanemi vopnaður skammbyssum varð tugum að bana í tækniháskólanum í Virginíu. Reuters

Kennarar við bandarískan skóla hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa sett á svið skotárás í skólaferð, en kennararnir tjáðu nemendum sínum að þetta hefði ekki verið æfing.

Margir nemendanna 69, sem eru í kringum 11 ára gamlir, brustu í grát þegar þeim var sagt að fela sig undir borðum og segja ekkert því byssumaður gengi laus.

Foreldrar barnanna í Scales grunnskólanum í Tennessee eru æfir yfir athæfi kennaranna, segir á fréttavef BBC.

Talsmenn skólans segja um „dómgreindarbrest“ hafi verið að ræða en þeir hafa hinsvegar ekkert viljað tjá sig um hvort þeir hyggist refsa kennurunum eður ei.

Sagt var við nemendurna áður en þeir fóru í skólaferðalagið, sem átti að vera í eina viku, að þeir mættu búast við „prakkarastriki við varðeldinn“ en ljóst er að árásin sem var sett á svið gekk skrefi of langt, að því er segir í yfirlýsingu frá yfirvöldum menntamála.

Að sögn aðstoðarskólastjóra grunnskólans, Don Bartch, varði atvikið í um fimm mínútur en tilgangur sviðsetningarinnar var að draga lærdóm af slíkum árásum.

„Við komum saman og ræddum um hvað við hefðum getað gert væri um alvöru mál að ræða,“ sagði Bartch við AP-fréttastofuna.

Ein nemandanna sagði að ljósin hefðu slokknað í skólastofunni sem þau voru í og að um 20 börn hafi farið að hágráta. Þá segir hann að einn kennaranna, sem var með hettu á höfði, hafi reynt að opna hurðina að stofunni sem var læst.

„Ég hugsaði með mér: „Guð minn góður!“ Í fyrstu hélt ég að ég væri að fara deyja. Við misstum vitið,““ sagði hinn 11 ára gamli Shay Naylor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert