Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Kristjaníu

Íbúar í Kristjaníu lentu í átökum við Kaupmannahafnarlögregluna í dag.
Íbúar í Kristjaníu lentu í átökum við Kaupmannahafnarlögregluna í dag. AP

Lögregla í Kaupmannahöfn beitti táragasi gegn mótmælendum í Kristjaníu í dag en mikil mótmæli brutust þar út í morgun þegar hefja átti niðurrif gamals og hálfhrunins timburhúss í útjaðri fríríkisins. Segir lögregla 14 til 16 mótmælendur hafa verið handtekna og að mótmælendur annars staðar að úr borginni hafi staðið fyrir mótmælaaðgerðunum en ekki íbúar Kristjaníu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Greint er frá því í dönskum fjölmiðlum í dag að einum mótmælendanna hafi tekist að hella úr poka með hlandi og öðrum illa lyktandi efnum yfir Bjarne Christensen, yfirlögregluþjón. Christensen hefur skipað sér sess sem holdgervingur aðgerða dönsku lögreglunnar gegn íbúum Kristjaníu og syngja þeir gjarnan níðvísur um hann. Þá munu mótmælendur hafa króað hann af hvað eftir annað í dag og reynt að efna til áfloga við hann. Hann mun hins vegar hafa haldið ró sinni.

Talsverð átök urðu í Kristjaníu í dag.
Talsverð átök urðu í Kristjaníu í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert