Lögregla í átökum við mótmælendur í Kristjaníu

Ungmenni kasta grjóti í lögreglu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í …
Ungmenni kasta grjóti í lögreglu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í mars á þessu ári AP

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda við Kristjaníu í Kaupmannahöfn í morgun vegna fyrirhugaðs niðurrifs hins svokallaða Cigarkassen. Kveiktu mótmælendur, sem margir voru svartklæddir, m.a. bál á Prinsessegade utan við Kristjaníu og köstuðu steinum í lögreglu. Þeim hefur þó ekki enn tekist að komast inn á svæðið sem lögregla hefur girt af. Þá settu mótmælendur upp vegatálma við innganginn í hverfið en lögreglu hefur takist að brjótast i gegn um þá. Tölur liggja ekki fyrir um það hversu margir hafa tekið þátt í mótmælunum í morgun. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten

„Það var fyrirsjáanlegt að þeir myndu blanda sér í málið,” segir Flemming Steen Munch, talsmaður lögreglunnar og vísaði þar til hinna svartklæddu mótmælenda sem tengjast mótmælendum vegna niðurrifs Ungdomshuset þann 1. mars síðastliðinn og kröfum um að ungmennunum, sem þar höfðust við, verði útvegað nýtt húsnæði í þess stað. „Það eru alltaf nokkrir vandræðaseggir sem hanga úti við olíukveikina í Kristjaníu. Þetta er fólk sem sennilega hefur ekkert betra að gera," sagði Munch.

Lögregla mun þó ekki hafa gert sérstakar ráðstafanir vegna hugsanlegra mótmæla þar sem Cigarkassen liggur í útjaðri Kristjaníu og brann að hluta til árið 2002. Ekki var því talið að íbúar hverfisins myndu mótmæla niðurrifi þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert