Æ fleiri danskir karlar kvænast til Taílands

Gríðarlega mik­il fjölg­un hef­ur orðið á hjóna­bönd­um danskra karla og taí­lenskra kvenna í Taílandi á und­an­förn­um árum og á síðustu tveim­ur árum hef­ur fjöldi dansk-taí­lenskra hjóna­vígslna þar tvö­fald­ast. Fjöldi nýrra hjóna­banda Dana og Taí­lend­inga í Dan­mörku hef­ur hins veg­ar staðið í stað á milli ára og árið 2006 voru þau 195. 300 slík hjóna­bönd voru hins veg­ar skráð í Dan­mörku árið 2001 en þeim fækkaði mjög eft­ir það og er sú þróun m.a. rak­in til hertra reglna um land­vist­ar­leyfi út­lend­inga í Dan­mörku. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Frá ár­inu 2004 til 2006 fjölgaði hjóna­vígsl­um danskra karla og taí­lenskra kvenna í Taílandi úr 106 á ári í 194 og það sem af er þessu ári hafa 90 slík hjóna­bönd verið skráð í land­inu. Er ástæða fjölg­un­ar­inn­ar m.a. tal­in vera sú að æ fleiri Dan­ir dvelja nú lang­dvöl­um í Taílandi og kom­ast þar í kynni við heima­fólk. Þá er það talið hafa ein­hver áhrif að ný­lega voru land­vist­ar­regl­ur í Taílandi hert­ar og geta nú er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar ein­ung­is einu sinni fengið fram­leng­ingu á þriggja mánaða ferðamanna­land­vist­ar­leyfi sínu á hverju ári. Mun sveigj­an­legri regl­ur gilda hins veg­ar um maka Taí­lend­inga.

Þá vek­ur það at­hygli að ein­ung­is í nokkr­um pró­sent­um dansk-taí­lenskra hjóna­banda er kon­an dönsk og karl­inn taí­lensk­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert