Alþjóðabankinn hlýðir á mál Wolfowitz

Paul Wolfowitz hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu.
Paul Wolfowitz hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu. Reuters

Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, situr nú fund með framkvæmdastjórn Alþjóðabankans þar sem hann svarar þeim ásökunum sem hann hann hefur legið undir. Fundurinn er haldinn eftir að framkvæmdarstjórnin komst að því að hann hafi hafi brotið siðareglur með því að hækka laun ástkonu sinnar sem starfaði hjá bankanum.

Stjórnin hefur völd til þess að reka Wolfowitz eða lýst yfir vantrausti á að leiðtogahæfni hans.

Fyrr í dag sagði Hvíta húsið að það styddi Wolfowitz heilshugar, en bætti því við að allir möguleikar væru enn fyrir hendi.

„Við höfum gert það ljóst að við styðjum Paul Wolfowitz,“ sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins. Hann bætti því hinsvegar við að nauðsynlegt sé að hafa hagsmuni bankans jafnframt að leiðarljósi.

Reuters-fréttastofan greindi frá því að Bandaríkjunum hafi mistekist að fá lykilbandamenn sína í G7, þ.e. sjö helstu iðnríki heims, til að styðja við bakið á Wolfowitz.

Í G7 eru auk Bandaríkjanna, Bretland, Kanada, Japan, Þýskaland, Ítalía og Frakkland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka