George W. Bush, Bandaríkjaforseti, útnefndi í kvöld þriggja stjörnu hershöfðingjann Douglas Lute í nýtt embætti „stríðsstjóra" en hann á að hafa yfirumsjón með hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Erfiðlega hefur gengið að finna mann í embættið og afþökkuðu nokkrir fyrrverandi hershöfðingjar starfið.
Að sögn embættismanna verður Lute aðstoðarmaður forsetans og aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi í málefnum Íraks og Aftanistans.
Útnefningin kom nokkuð á óvart og heyrðust strax efasemdir um að hershöfðinginn væri nægilega háttsettur til að valda starfinu þar sem fjöldi fjögurra stjörnu hershöfðingja væru í bandarísku herstjórninni og meðal embættismanna. En bent var á, að Colin Powell hefði aðeins verið þriggja stjörnu hershöfðingi þegar hann var útnefndur þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Reagans, þáverandi forseta.