Bush útnefnir stríðsstjóra

Douglas Lute.
Douglas Lute. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, útnefndi í kvöld þriggja stjörnu hershöfðingjann Douglas Lute í nýtt embætti „stríðsstjóra" en hann á að hafa yfirumsjón með hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Erfiðlega hefur gengið að finna mann í embættið og afþökkuðu nokkrir fyrrverandi hershöfðingjar starfið.

Að sögn embættismanna verður Lute aðstoðarmaður forsetans og aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi í málefnum Íraks og Aftanistans.

Útnefningin kom nokkuð á óvart og heyrðust strax efasemdir um að hershöfðinginn væri nægilega háttsettur til að valda starfinu þar sem fjöldi fjögurra stjörnu hershöfðingja væru í bandarísku herstjórninni og meðal embættismanna. En bent var á, að Colin Powell hefði aðeins verið þriggja stjörnu hershöfðingi þegar hann var útnefndur þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Reagans, þáverandi forseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert