Rauðri málningu var hellt yfir litlu hafmeyjan á Löngulínu í Kaupmannahöfn í dag en þetta er í annað skipti frá því í mars sem mótmælendur hella málningu yfir þetta fræga kennileiti. Til harðra átaka kom á milli lögreglu í borginni og mótmælenda við Kristjaníu í gær og er atvikið talið tengjast þeim. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Litla hafmeyjan er höggmynd eftir danska listamanninn Edvard Eriksen. Hún sýnir Litlu hafmeyjuna úr samnefndu ævintýri eftir Hans Christian Andersen og hefur setið við höfnina í Kaupmannahöfn frá árinu 1913.