Föngum sem hafa náð sjötugsaldri sleppt úr fangelsi

Rík­is­stjórn Níg­er­íu hef­ur ákveðið að veita þeim föng­um sem eru orðnir sjö­tug­ir eða eldri frelsi. Þetta er liður í aðgerðum sem ætlað er að gera end­ur­bæt­ur í fang­els­is­mál­um í land­inu seg­ir upp­lýs­ingaráðherra lands­ins, Frank Nweke.

„Sér­hver fangi sem er orðinn 70 ára eða eldri ætti að verða leyst­ur úr haldi á milli dags­ins í dag og 29. maí 2007,“ sagði Nweke í sam­tali við blaðamenn eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund.

Frá­far­andi for­seti Níg­er­íu, Olu­seg­un Obas­anjo, mun þann 29. maí af­henda nýrri stjórn völd­in eft­ir átta ára valda­setu.

Nweke sagði að rík­is­stjórn­in hafi einnig ákveðið að dómi yfir föng­um sem hafa setið á dauðadeild­inni í að minnsta kosti 10 ár og hafa náð sex­tugs­aldri eða meira verði breytt úr dauðadómi í lífstíðardóm.

Um 100 fang­ar eru 70 ára eða eldri í Níg­er­íu. Þá hafa um 200 fang­ar af þeim 700 sem sitja á dauðadeild­inni náð sex­tugs­aldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert