Gríska lögreglan boðar til mótmæla á úrslitakvöldi Meistaradeildar Evrópu

Grískir lögreglumenn hyggjast nýta sér stórviðburðinn til þess vekja athygli …
Grískir lögreglumenn hyggjast nýta sér stórviðburðinn til þess vekja athygli á málsstað sínum. Þeir krefjast hærri launa og bættra starfskjara. Reuters

Gríska lögreglan tók þá ákvörðun í dag að boða til mótmæla þann 23. maí nk., en þann sama dag verður leika knattspyrnufélögin AC Milan og Liverpool til úrslita í Aþenu í Meistaradeild Evrópu. Lögreglan hyggst með þessu þrýsta á ríkisstjórn landsins að hækka laun lögreglumanna og bæta önnur kjör þeirra.

Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna sagði hinsvegar að mótmælin muni ekki trufla þær öryggisáætlanir sem eru í gangi fyrir leikinn stóra, en um 15.000 lögreglumenn munu verða á vakt í Aþenu. Því munu aðeins þeir lögreglumenn sem eru ekki á vakt taka þátt í mótmælunum.

Lögreglumennirnir krefjast, auk hærri launa, bættra starfsréttinda segir Christos Fotopoulos, varaformaður stéttarfélags lögreglumanna.

Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram á Ólympíuleikvanginum í Aþenu á miðvikudag eftir viku og er búist við því að um 50.000 áhangendur liðanna munu koma til borgarinnar til að styðja sitt lið til sigurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert