Máli vegna slyss á Hróarskelduhátíð vísað frá

Mynd tekin fyrir sjö árum daginn eftir harmleikinn á Hróarskelduhátíðinni …
Mynd tekin fyrir sjö árum daginn eftir harmleikinn á Hróarskelduhátíðinni sem kostaði 9 manns lífið Reuters

Hæstiréttur Danmerkur sýknaði aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar í máli, sem höfðað var eftir að níu manns létu lífið í troðningi á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu árið 2000. Aðstandendur hátíðarinnar hafa þegar lýst yfir vilja til að greiða foreldrum sem misstu son sinn í slysinu, bætur og taldi hæstiréttur að því væri engar forsendur fyrir málshöfðun.

Þetta er sama niðurstaða og Eystri-Landsréttur komst að í nóvember 2005. Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar hafa nú þegar greitt 67.735 danskar krónur vegna lögfræðikostnaðar foreldranna og hafa þar með lýst yfir vilja til að borga miskabætur. Þrátt fyrir það vilja menn þar á bæ ekki taka á sig lögfræðilega sök og lýstu foreldrarnir því yfir að þeir litu á féð sem gjöf frá tónleikahöldurum.

Troðningurinn varð þegar bandaríska hljómsveitin Pearl Jam var að leika á hátíðinni, Af þeim 9 sem létu lífið voru þrír frá Danmörku, þrír frá Svíþjóð, einn frá Ástralíu, einn frá Þýskalandi og einn frá Hollandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert