Sarkozy tekur við forsetaembættinu í dag

Sarkozy fyrir utan skrifstofu sína í París í gær.
Sarkozy fyrir utan skrifstofu sína í París í gær. Reuters

Nicolas Sarkozy sver embættiseið sem forseti Frakklands núna klukkan níu að íslenskum tíma í Elysee-höllinni í París, og um leið lætur Jacques Chirac af embættinu, sem hann hefur gegnt undanfarin 12 ár. Chirac mun einnig afhenda Sarkozy dumálslykilinn að kjarnorkuvopnabúri Frakklands.

Nýi forsetinn mun ávarpa þjóðina áður en hann heldur í skrúðgöngu með hernum að Sigurboganum. Þar tendrar hann loga á minnismerkinu um óþekkta hermanninn, og leggur síðan blómsveig þar sem þýskir hermenn tóku franska andspyrnumenn af lífi í síðari heimsstyrjöld.

Sarkozy útnefnir væntanlega ríkisstjórn á morgun, og verður Francois Fillon, fyrrverandi ráðherra, væntanlega forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert