Sósíalisti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sarkozy

Bæði Jacques Chirac (t.v) og Dominique de Villepin (t.h) létu …
Bæði Jacques Chirac (t.v) og Dominique de Villepin (t.h) létu af störfum í forsetahöllinni í París í morgun. . Reuters

Dom­in­ique de Villep­in lét af störf­um sem for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands í morg­un og bað um lausn rík­is­stjórn­ar sinn­ar í morg­un en það er venja við for­seta­skipti í Frakklandi. Sar­kozy mun að öll­um lík­ind­um gera mikl­ar breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni og mun Franço­is Fillon lík­leg­ast taka við Villep­in. Mikla at­hygli vek­ur að fyrr­ver­andi ráðherra Mitter­ands verður ut­an­rík­is­ráðherra í rík­is­stjórn Nicolas Sar­kozy sem tók form­lega við embætti for­seta Frakk­lands í morg­un.

Ekki hef­ur verið til­kynnt form­lega um hvaða ráðherr­ar sitja í nýrri rík­is­stjórn Sar­kozy en nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Dom­in­ique de Villep­in, vík­ur sem for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands eft­ir 714 daga í því embætti. Villep­in tók við for­sæt­is­ráðherra­embætt­inu 31 maí 2005, af Jean-Pier­re Raffar­in, dag­inn eft­ir að Frakk­ar neituðu Evr­ópsku stjórn­ar­skránni. Sam­kvæmt Le Fig­aro vill Sar­kozy aðeins nota fjóra af ráðherr­um Chiracs og þar með leggja áherslu á nýtt tíma­bil og nýtt upp­haf. Það hef­ur vakið gríðarlega at­hygli og gagn­rýni í röðum flokks­systkina Sar­kozy að sósí­alist­inn Bern­ard Kouchner, fyrr­ver­andi ráðherra í rík­is­stjórn Franço­is Mitterrand, verður ut­an­rík­is­ráðherra Sar­kozy, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um dag­blaðsins Li­bérati­on. Mikl­ar lík­ur eru líka á að að hægrimaður­inn Alain Juppé, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, taki sæti í nýrri franskri rík­is­stjórn.

Í kosn­inga­bar­áttu sinni lagði Sar­kozy mikla áherslu á að kynja­hlut­föll­in yrðu jöfn í rík­is­stjórn sinni og því þarf hann að finna 7-8 kon­ur fyr­ir viku­lok til að gegna ráðherra­embætt­um.

Mild­ari Sar­kozy ?

Stjórn­mála­skýrend­ur í frönsk­um fjöl­miðlum velta nú fyr­ir sér hvort nýr for­seti Frakk­lands, sem í þess­um orðum er að taka við lykla­völd­um í Elysée-höll í Par­ís, verði ekki eins af­drátt­ar­laus og harður sem for­seti eins og hann gaf til kynna í kosn­inga­bar­áttu sinni. Þá var Sar­kozy oft kallaður stríðsfor­ingi bæði af stuðnings­mönn­um og and­stæðing­um sín­um vegna áherslna sinna á ör­ygg­is­mál, harðari aðgerða gegn glæp­um, og af­nám 35 stunda vinnu­viku. Hafa stjórn­mála­skýrend­ur nefnt sem dæmi að Sar­kozy fundaði með for­mönn­um verka­lýðsfé­lag­anna áður en hann tók form­lega við embætt­inu í dag. Það bend­ir til að hann leggi mikla áherslu á gott sam­starf við þau en and­stæðing­ar hans töluðu mikið um að hann yrði van­hæf­ur til að eiga sam­ræður við verka­lýðsfé­lög­in í Frakklandi vegna harðrar stefnu sinn­ar um 35 stunda vinnu­viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert