Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois

Ekki er vitað hvers konar byssu hinn 10 mánaða gamli …
Ekki er vitað hvers konar byssu hinn 10 mánaða gamli Bubba Ludwig fékk að gjöf Reuters

Bubba Ludwig er aðeins 10 mánaða gam­all en hef­ur þrátt fyr­ir ung­an ald­ur fengið byssu­leyfi í Ill­in­o­is-ríki í Banda­ríkj­un­um. Faðir barns­ins sótti um byssu­leyfið eft­ir að afi drengs­ins gaf hon­um byssu að gjöf. Faðir­inn, How­ar­dLudwig, sagðist ekki hafa gert ráð fyr­ir að fá byssu­leyfi fyr­ir barn­ung­an son sinn en hann fyllti út eyðublað á net­inu og greiddi 5 doll­ara eða um 310 krón­ur fyr­ir leyfið. Á skír­tein­inu sem fylg­ir byssu­leyf­inu er mynd af tann­laus­um hvít­voðungn­um og krúsidúlla sem barnið páraði með penna.

Vopna­lög voru end­ur­skoðuð eft­ir fjölda­morðin í Virg­inia Tech há­skól­an­um fyr­ir skemmstu en bys­sumaður­inn í því máli, Cho Seung-hui, hafði fengið byssu­leyfi þrátt fyr­ir sögu um and­leg veik­indi.

Lög Ill­in­o­is-rík­is um vopna­eign eru með því strangasta sem ger­ist í Banda­ríkj­un­um en lög­reglu­yf­ir­völd staðfestu að um­sækj­andi hefði farið eft­ir lög­um sam­kvæmt breska rík­is­út­varp­inu.

Faðir Bubba sagði við fjöl­miðla að byss­an myndi ábyggi­lega vera heima hjá af­an­um þar til dreng­ur­inn næði 14 ára aldri og sagði hann enn­frem­ur að hann myndi ekki leyfa Bubba að fara á eft­ir­lits­laus­ar veiðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert