Lögmaður Paul Wolfowitz, forstjóra Alþjóðabankans, sagði í samtali við Reuter-fréttastofuna í kvöld að Wolfowitz muni ekki segja af sér miðað við núverandi aðstæður. Hann muni fremur þrýsta á stjórn bankans að hreinsa nafn sitt.
Wolfowitz fundaði með framkvæmdastjórn Alþjóðabankans í kvöld og reyndi að komast að samkomulagi um starfslok sín.
Nefnd sem rannsakaði meinta spillingu Wolfowitz komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi gerst sekur um brot á reglum bankans með afskiptum hans af starfsframa og launamálum unnustu hans, sem starfaði hjá bankanum.