Wolfowitz sagður semja um starfslok

Wolfowitz hefur lýst sér sem fórnarlambi rógsherferðar og embættismenn í …
Wolfowitz hefur lýst sér sem fórnarlambi rógsherferðar og embættismenn í Washington hafa tekið undir það AP

Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, er semur nú um starfslok sín að sögn heimildarmanns AP-fréttstofunnar sem þekkir vel til viðræðnanna. Hann segir að Wolfowitz muni segja af sér náist samkomulag.

Í samkomulaginu skal m.a. vera viðurkennt að Wolfowitz beri ekki einn höfuðábyrgð á því hneykslismáli sem upp er komið í tengslum við verulegar launahækkanir ástkonu hans hjá bankanum, segir heimildarmaðurinn.

Samningaviðræðurnar eiga sér stað á meðan stjórn bankans hóf að ræða örlög Wolfowitz aftur í dag.

Ekki liggur fyrir hvort 24 manna stjórn bankans muni samþykkja skilyrði Wolfowitz. Það er stjórnarinnar að ákveða til hvaða aðgerða skuli grípa í málinu.

Mjög hefur verið þrýst á að Wolfowitz segi af sér frá því framkvæmdastjórn bankans sendi frá sér skýrslu varðandi launahækkanir ástkonu sinna árið 2005.

Wolfowitz heldur því fram að hann hafi hækkað laun hennar í góðri trú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka