Málverkið Grænt bílslys, eftir listamanninn Andy Warhol seldist á 71,7 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 4,5 milljarða íslenskra króna hjá uppboðshaldaranum Christies í New York, og hefur verk eftir listamanninn aldrei selst áður á svo háa upphæð. Málverkið sýnir logandi bíl á hvolfi en Warhol málaði það árið 1963.
Önnur mynd eftir Warhol, Lemon Marilyn, eða ,,sítrónu Marilyn”, seldist á 28 milljónir dala, eða sem svarar 1,7 milljörðum króna. Met var einnig sett hjá sjálfum uppboðshaldaranum, en verk fyrir 385 milljónir dala seldust á uppboðinu þar sem verk eftir m.a. Damien Hirst, Jasper Johns, Gerhard Richter og Donald Judd voru boðin upp.