Tveir Kóreumenn fórust á Everest

Everestfjall.
Everestfjall. Reuters

Tveir suður-kóreskir fjallgöngumenn létu lífið þegar þeir hröpuðu í 8300 metra hæð á Everestfjalli í morgun. Alls voru sjö Kóreumenn að reyna að klífa suðvesturhlíð fjallsins þegar slysið varð.

23 flokkar hafa verið í fjallinu þetta vorið en aðstæðar hafa verið óvenju erfiðar; bæði hefur verið hvasst og mikill snjór. Fyrstu hóparnir komust á tindinn í gær og nokkrir náðu takmarkinu í morgun en ekki hafa borist nákvæmar fréttir af því.

Frá því Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Sherpinn Tenzing Norgay klifu Everestfjall fyrstir 29. maí 1953 hafa um 2000 fjallgöngumenn komist á tindinn, þar af fjórir Íslendingar. Um 205 manns hafa farist á fjallinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka