Viðkvæmt ástand á Gaza

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. AP

Mahmoud Abbas, for­seti heima­stjórn­ar Palestínu­manna, er vænt­an­leg­ur til Gaza í dag, en hann hyggst reyna að styrkja viðkvæmt vopna­hlé milli stríðandi fylk­inga Ham­as og Fatah í Palestínu. Bar­dag­ar stuðnings­manna fylk­ing­anna tveggja ógna nú jafn­vægi í Palestínu og heima­stjórn­inni.

Þá hafa Ísra­el­ar hótað hörðum aðgerðum gegn her­ská­um Palestínu­mönn­um á Gaza, en tug­um heima­gerðra eld­flauga hef­ur verið skotið yfir landa­mær­in inn í Ísra­el und­an­farna daga.

Hamassam­tök­in lýstu í gær ein­hliða yfir vopna­hléi í átök­um við ör­ygg­is­sveit­ir Fatah. Þrátt fyr­ir það braust út skot­b­ar­dagi í bæn­um Rafah í morg­un þegar verið var að fylgja fjór­um mönn­um, sem létu lífið í gær, til graf­ar. Alls hafa 40 manns látið lífið og yfir 100 særst frá því átök­in brut­ust út á sunnu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert