Viðkvæmt ástand á Gaza

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. AP

Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, er væntanlegur til Gaza í dag, en hann hyggst reyna að styrkja viðkvæmt vopnahlé milli stríðandi fylkinga Hamas og Fatah í Palestínu. Bardagar stuðningsmanna fylkinganna tveggja ógna nú jafnvægi í Palestínu og heimastjórninni.

Þá hafa Ísraelar hótað hörðum aðgerðum gegn herskáum Palestínumönnum á Gaza, en tugum heimagerðra eldflauga hefur verið skotið yfir landamærin inn í Ísrael undanfarna daga.

Hamassamtökin lýstu í gær einhliða yfir vopnahléi í átökum við öryggissveitir Fatah. Þrátt fyrir það braust út skotbardagi í bænum Rafah í morgun þegar verið var að fylgja fjórum mönnum, sem létu lífið í gær, til grafar. Alls hafa 40 manns látið lífið og yfir 100 særst frá því átökin brutust út á sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert