19 ára stúlka kleif Everest

Tindur Everestþ
Tindur Everestþ Reuters

Nítj­án ára banda­rísk stúlka, Sam­an­tha Lar­son, komst á tind Ev­erest, hæsta fjalls heims, og er hún yngsta er­lenda kon­an sem hef­ur klifið tind­inn, að því er nepalsk­ir emb­ætt­is­menn greindu frá í dag. Tind­ur­inn er í 8.848 metra hæð. Fjór­tán ára nepölsk stúlka, Ming Kipa, er yngst þeirra sem kom­ist hafa á þenn­an hæsta tind heims, en hún kleif hann 2003.

Lar­son fór á tind­inn í gær, og varð þar með yngst allra sem hafa klifið hæstu tinda allra heims­álf­anna sjö. Á und­an­förn­um þrem dög­um hafa að minnsta kosti 66 manns farið á tind Ev­erest, en maí er sá mánuður sem flest­ir fara á fjallið vegna þess að þá er stund milli regntíða.

Nú munu um 550 manns vera að gera til­raun til að kom­ast á tind­inn, en þeir Tenz­ing Norgay og Ed­mund Hillary urðu fyrst­ir manna til að kom­ast á hann árið 1953.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert