Bush vill Bandaríkjamann í forystu innan Alþjóðabankans

Paul Wolfowitz við heimili sitt í Chevy Chase í Maryland …
Paul Wolfowitz við heimili sitt í Chevy Chase í Maryland i Bandaríkjunum í gær. Reuters

Tony Fratto, talsmaður Hvíta hússins í Washington, segir að áhersla verði lögð á að finna arftaka Paul Wolfowitz í embætti forstjóra Alþjóðabankans, sem fyrst og að helst vilji Bandaríkjastjórn sjá Bandaríkjamann í embættinu.

„Það er hefð fyrir því að frambjóðandi Bandaríkjanna verði forstjóri Alþjóðabankans og við viljum bregðast skjótt við í málinu,” sagði Fratto í dag en Wolfowitz tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði að segja af sé í sumar. Þá sagði hann nokkra einstaklinga koma til greina en að málið væri enn á frumstigi. „Við viljum ganga úr skugga um að við veljum besta einstaklinginn í embættið. Við viljum einhvern sem leggur sig allan í það að útrýma fátækt,” sagði hann.

Wolfowitz tilkynnti um afsögn sína eftir að ljóst var að hann nyti ekki trausts stjórnar bankans eftir að rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið af sér í starfi með því að hygla ástkonu sinni innan bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert